Propeaq Birtu gleraugu

Propeaq Birtu gleraugun fyrir meiri orku og betri svefn. Byrjaðu daginn með góðri ljósbirtu til að veita þér orku inn í daginn og endaðu daginn með annarskonar birtu til að hjálpa þér í svefn

Bláa ljósið fyrir þau:

  • sem eiga erfitt með að vakna eða komast úr rúminu
  • sem finna fyrir þreytu seinni part dags
  • sem vinna vaktavinnu og þurfa meiri orku á vöktum
  • sem finna fyrir skammdegis þunglyndi

Gula glerið hjálpar til með að:

  • fá okkur til að slaka á
  • undirbúa okkur fyrir nóttina
  • Hindra bláaljósið frá snjalltækjum á kvöldin
  • segja heilanum að það sé kvöld á björtum sumardögum

 

34.995 kr.

Framboð: Á lager

Lýsing

Hvað eru Propeaq Birtugleraugun

Hreyfanlegur birtulampi sem hefur 2fyrir1 notkunarmöguleika: Annarsvegar blátt ljós sem hvetur líkamann til að vakna og hinsvegar appelsínugul gler sem hindra bláu birtuna í umhverfinu til að undirbúa líkamann fyrir svefn.

Hvernig á að nota Propeaq Birtugleraugun

Þú kveikir á bláa ljósinu á gleraugunum og setur upp gleraugun í 30min en þá slökkva þau sjálfkrafa á sér.(Ef ekki næst að hafa þau á sér í 30 min þá er styttri tími betra en ekkert). Ef þú finnur fyrir þreytu einhvern tímann yfir daginn þá er gott að setja þau upp aftur í 15-30min.
Að kvöldi þarf að setja appelsínugula glerið í og setja upp gleraugun 30-60min fyrir svefn.(Þá er EKKI kveikt á ljósinu í gleraugunum

Hvers vegna  að nota Propeaq Birtugleraugu

Það er marg rannsakað hvað góður svefn er mikilvægur fyrir fólk og vond gæði svefns getur skapað alskyns vandamál sem erfitt getur verið að glíma við. Propeaq Birugleraugun hjálpa til við að koma rútínu á líkamsklukkuna okkar með því að segja líkamanum hvenær það er kominn dagur og svo á hinn veginn hvenær það er komið kvöld. Með því að búa til rútínu á þetta mynstur ætti að vera hægt að búa til lengri svefn með betri svefngæðum.
Lítil eða slæm birta á heimilum og vinnustöðum geta ruglað líkamstaktinn sem sem verður til þess að við erum þreytt allan daginn eða of snemma dags. Eins er það ruglandi fyrir líkamann þegar við fáum bláljósið frá snjalltækjum okkar í augun á kvöldin og líkaminn fer að slökkva á framleiðslu Melantónins en það er hormón sem hjálpar okkur að sofna.

Fyrir hverja eru Propeaq Birtugleraugun

Birtugleraugun eru fyrir alla sem telja að þau geti hjálpað til við betri svefn og betri líðan yfir daginn. Hvort sem fólk finnur ekki svefn taktinn eða þarf bara hreinlega meiri birtu yfir daginn Þau eru eins og hönnuð fyrir þá sem búa á norðuhveli jarðar. Þ.e hér eru dagarnir stuttir yfir vetrarmánuði sem hefur verið erfitt fyrir fólk sem finnur fyrir skammdegisþunglyndi, þar kemur bláaljósið vel að notum. Og svo á hinn veginn geta dagarnir orðið langir yfir sumarmánuði þar sem appelsínugula glerið getur hjálpa til að koma líkamanum í ró. Vaktavinnufólk eða fólk sem ferðast mikið og á í erfiðleikum með tímamismun getur nota Birtugleraugun til að hjálpa sér á réttan tíma. Íþróttafólk um allan heima er farið að nýta sér þessa tækni til að fá betri svefn og svefngæði.

Hvað fylgir með Propeaq Birtugleraugum

2sett af glerjum:Blá og appelsínugul
Usb snúra
Micofabric poki og hreinsiklútar

Aðrar upplýsingar:

Propeaq Birtugleraugu gefa frá sér 35LUX  sem er á við 10.000 LUX lampa
Appelsínugula glerið hindrar 99% af bláaljóssviðinu
Propeaq Birtugleraugun eru EKKI með styrk í glerjunum
Hafa verið prófuð varðandi augnöryggi: DIN EN 62471
30min að fullhlaða gleraugun

 

Shopping Cart
Scroll to Top