Um okkur - Allra Heilsa

Vefverslunin Allra Heilsa opnaði í Apríl 2021 og er í eigu D.Þ.H ehf.  Eigendur þess eru hjónin Davíð Þór Hallgrímsson og Anna Hulda Ingadóttir og eiga þau saman þrjá syni sem fæddir 2004, 2006 og 2012.

Anna Hulda útskrifaðist með B.Sc gráðu í sjúkraþjálfun árið 2004 frá Háskóla Íslands.  Hún er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari og yfirþjálfari hjá Fimleikafélaginu Rán í Vestmannaeyjum.  Anna Hulda notar mikið æfingateygjur, nuddverkfæri og þjálfunarmottu í vinnu sinni sem sjúkraþjálfari.  Hún veit að með því að nota virka meðferð sem felur í sér að fræða skjólstæðinga sína og kenna þeim að hjálpa sér sjálf þá minnka stoðkerfisverkir þeirra og almenn lífsgæði aukast.  Til þess að geta gert styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkunaræfingar, sjálfsnudd og bandvefslosun heima hjá sér (eða hvar sem er) þá þarf fólk að hafa góð verkfæri.  Anna Hulda hefur notað FLEXVIT æfingateygjurnar í nokkur ár og að hennar mati eru þetta bestu æfingateygjurnar m.t.t. fjölbreytileika, endingu og gæði.  Hana langaði að gefa fleirum á Íslandi tækifæri til að nota þær.

Anna Hulda hefur mikla ástríðu fyrir hreyfingu og þjálfun barna og unglinga.  Hún byrjaði að þjálfa fimleika þegar hún var 15 ára.   Hún veit hversu mikilvægt það er að börn fái fjölbreytta þjálfun og líkami þeirra sé sterkur til að framkvæma hreyfingarnar í íþróttinni sinni.  Undanfarin ár í starfi sínu sem sjúkraþjálfari hefur hún séð að stoðkerfisverkir eru að aukast hjá börnum/unglingum vegna aukinnar kyrrsetu.  FLEXVIT er með sérstakar æfingateygjur fyrir börn og unglinga sem gerir þeim kleift að gera mikilvægar styrktaræfingar án þess að nota lóð.

Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu byggða á reynslu okkar og þekkingu.

Við bjóðum upp á hágæða vörur sem stuðla að heilsubót og hægt er að nota á marga vegu.  Vörurnar hjá okkur eru umhverfisvottaðar og ofnæmisprófaðar.  Við verslum vörurnar beint frá framleiðendum milliliðalaust.

D.Þ.H ehf
Hólagata 12
900 Vestmannaeyjar
Netfang: ah@allraheilsa.is
Vsk.nr 98641
Kt. 430708-1550

Shopping Cart
Scroll to Top