Skilmálar

Almennt

Vefverslunin Allra Heilsa er rekin af D.Þ.H ehf kt:430708-1550.  Með því að staðfesta pöntun hjá vefverslun Allra Heilsa samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Öll ákvæði skilmálana hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

D.Þ.H ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir vegna rangra verðupplýsinga auk þess að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

Hægt er að hafa samband á netfangið ah@allraheilsa.is

Greiðslur og Verð

Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Rapyd eða með millifærslu.  Öll verð í vefversluninni eru í íslenskum krónum með inniföldum 24% vsk og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram.  Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.  Eftir greiðslu á pöntun fær kaupandi staðfestingu í tölvupósti.

Afhending vöru og sendingarkostnaður

Allar pantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða boðið sambærilega vöru eða endurgreiðslu. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. D.Þ.H ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá seljanda til viðkomandi er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

SENDINGARKOSTNAÐUR

  •  Frítt á næsta pósthús eða póstbox ef verslað er fyrir meira en 10.000 kr.
  • Sendingar undir 10.000 kr. bera flutningsgjald samkvæmt verðskrá póstsins. 
  • Frí heimsending í Vestmannaeyjum

Ef senda á vöruna erlendis þá greiðir kaupandi sendingarkostnað. Tollafgreiðsla vörunnar erlendis er á ábyrgð kaupanda.

Skil eða skipti á vöru

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar vara er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endur greiðsla fer fram þegar varan er komin aftur í hendur seljanda.  Flutnings og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.  Neðangreindar upplýsingar skulu sendar á netfangið ah@allraheilsa.is

  1. Nafn.
  2. Heimilisfang, svo varan skili sér rétt.
  3. Netfang og sími.
  4. Greiðslukvittun sem fylgdi upphaflegum kaupum.
  5. Ástæða fyrir skilum.
  6. Ósk um endurgreiðslu/aðra vöru.
  7. Ósk um sendingarmáta (ef við á).

Sé nánari upplýsinga þörf mun seljandi hafa samband við kaupanda

Varan er endurgreidd að fullu við fyrsta tækifæri og alltaf innan 14 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.  Vilji kaupandi skipta vörunni í aðra vöru sem er til á lager er jafnframt hægt að óska eftir nýrri sendingu.  Kostnaður við endursendingu og nýja sendingu vöru vegna skipta á ógallaðir vöru er á ábyrgð kaupanda.  Ef viðskiptavinur endursendir og skilar vöru án þess að greiða fyrir sendingarkostnaðinn verður hann dreginn frá keyptri upphæð.

Skilyrði er að skrá pakkann svo hann týnist ekki hjá Póstinum. Ef pakki týnist sem sendur var til baka þá er það á ábyrgð kaupanda. 

Ekki er hægt að skila eða skipta vörum sem keyptar eru á útsölu/afslætti

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup .

Eignarréttarfyrirvari

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

Persónuupplýsingar og trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Upplýsingar um seljanda

  • D.Þ.H ehf
  • Kt:430708-1550

Shopping Cart
Scroll to Top