PAT þjálfunarvörur

PAT Starfrænt (functional) þjálfunar kerfi

Patrick Herzog er hönnuður PATband, PATmat og PATrigger sem eru framleidd í samvinnu við FLEXVIT.

PAT kerfið var hannað sérstaklega með fólk í huga sem er í kyrrsetuvinnu en ætti að nýtast flest öllum.  Kerfið er þrenns konar; “Að undirbúa”, “Að virkja” og “Að þjálfa”.  Markmið kerfisins er að auka líkamsvitund og bæta líkamsstöðu, byggja upp vöðva og minnka fitusöfnun. 

Meginþættir kerfisins eru starfrænar (functional) hreyfingar, virkjunar(actvation) æfingar og liðleikaæfingar ásamt þjálfunar “verkfærum” sem gerir fólki kleift að gera æfingarnar hvar sem er.

PATband frá FLEXVIT

Extra löng æfingateygja með ísaumuðum lykkjum sem veitir möguleika á fjölbreyttum æfingum til að styrkja og samhæfa, auka liðleika og síðast en ekki síst að bæta hreyfigetu.  Að auki er hægt að vefja PATband æfingateygjunni utan um útlimi/búk og nýtist þá sem frábær viðbót í þjálfun.

PATmat

Þjálfunarmotta með mælieiningum og litríkum flötum sem býður upp á möguleika á fjölbreyttum æfingum.  Auðveldar þjálfurum við að leiðbeina iðkendum hvernig framkvæma á æfingarnar og hjálpar einstaklingum að stjórna hreyfingum sínum við æfingarnar.  Á sama tíma er hægt að nota merkingarnar á mottunni til að gera æfingarnar breytilegar, t.d. við framstig og armbeygjur.  Það er hægt að nota PATmat á sama hátt og æfingastiga/hraðastiga og nýtist því afar vel við snerpu- og hoppæfingar.

PATmat er góð viðbót í jafnvægisþjálfun hjá sjúkraþjálfurum og öðrum sem vilja fá betra jafnvægi.  Mottan er með línur í miðjunni, línur eftir breiddinni og línu langsum sem allar nýtast vel við að jafnvægisæfingar og hægt að nýta sér við mat á jafnvægi einstaklinga og framförum.  PATmat nýtist líka vel við að meta og fylgjast með framförum í liðleika t.d. í ökklum, mjöðmum og axlargrind.

PATrigger 

PATrigger er meira en bara nuddrúlla, þetta er í raun þrjú nudd “verkfæri” sem samanstendur af rúllu, nuddbolta og nudd “avókadó”  Þessa þrjá hluti er hægt að nota alla saman eða hvern fyrir sig sem setur nuddrúllur á hærra stig.  PATrigger er hægt að taka með sér hvert sem er og nýtist við bandvefsæfingar í bland við sjálfsnudd.  Með PATrigger er hægt að losa um sársaukapunkta(trigger punkta) sem erfitt er að ná til og losa þannig spennu í líkamanum.

Shopping Cart
Scroll to Top