FLEXVIT

FLEXVIT ÆFINGATEYGJUR

Fyrstu FLEXVIT æfingateygjurnar komu á markað árið 2015, allar framleiddar í Þýskalandi úr nýju hágæðaefni sem er vottað af OEKO-TEX®.  FLEXVIT æfingateygjurnar standast hæstu gæðakröfur. FLEXVIT er stöðugt að auka vöruúrvalið sitt og ætla sér að halda áfram í nýsköpun í framtíðinni með gæði í fyrirrúmi.

BYLTINGARKENND ÞRÓUN ÆFINGATEYGJA

Frá Þýskalandi yfir á alþjóðavettvang

Þegar fyrsta FLEXVIT safnið þeirra kom á markað haustið 2015 höfðu þau enga hugmynd um alþjóðlega árangurinn sem var framundan. Í dag eru heimsmeistarar og Ólympíumeistarar úr ýmsum íþróttum að æfa með æfingateygjunum þeirra, frá Kanada til Kína og frá Suður-Afríku til Noregs.

Hvort sem það er knattspyrnumaður, borðtennisspilari, atvinnumaður, áhugamaður eða íþróttamaður með fötlun – þá gera FLEXVIT æfingateygjurnar öllum íþróttamönnum kleift að ná mjög árangursríkri hagnýtri teygjuþjálfun, hvar og hvenær sem er.

Þjálfun með æfingateygjur til að ná hámarksárangri

Þjálfun með æfingateygjur er byggð á nýjustu niðurstöðunum úr bandvefs rannsóknum og íþróttaþjálfun. Þar er meginreglan sú að það eigi ekki að þjálfa einangrað einstaka vöðva heldur heilar vöðvakeðjur og hreyfingar.

„Litróf“ notkunarsviðsins er frá klínískri endurhæfingu, þjálfa frá grunni eftir meiðsli og upp í sértækar íþróttaæfingar.

Möguleikar í notkuninni fer eftir hugmyndaflugi þess sem notar æfingateygjurnar.  Þjálfunaráætlanir geta verið hannaðar á mismunandi hátt m.t.t. heilsufars, likamsræktar, streituminnkun, sjúkraþjálfun og keppnisíþróttir.

Frá vandamáli að hugmynd

Fyrir þjálfara eru æfingateygjur hluti af æfingatækjum þeirra. Mest hafa verið til æfingateygjur úr gúmmíi sem toga í húðina sem er óþægilegt fyrir marga íþróttamenn og einstaklinga.

FLEXVIT hópurinn var ekki sáttur við hönnunina á gúmmíteygjunum og meðhöndlunina, sem fór ekki saman við sjónarmið margra samstarfsmanna og viðskiptavina. Teygjurnar voru dýrar þrátt fyrir lítil gæði. FLEXVIT hópunum fannst að þetta yrði að vera betra!  Samstarf hópsins við fólk í íþrótta- og atvinnumennskunni leiddi þau til þess að þróa alveg nýja nálgun sem hægt er að segja að sé byltingarkennd á þessu sviði.

Frá hugmynd að framleiðslu

Margra mánaða þróunarvinna leiddi af sér hugmynd af æfingateygjum.  Sjúkraþjálfarar og íþróttaþjálfarar úr fremstu röð íþróttaliða, líkamsræktarstöðva og endurhæfingarstofa voru fengnir til að prófa frumgerðirnar og gefa mat sitt á þeim.  Við lok þess ferlis var komið FLEXVIT safnið með hágæða æfingateygjum, sem einkenndust ekki aðeins af alveg nýju efni, heldur einnig af einfaldri, glæsilegri og áhrifaríkri hönnun.

Með réttu vali á æfingateygjum og réttum þjálfunaraðferðum er hægt að sameina alla þætti þjálfunar; styrktar-, þol-, hraða-, liðleika- samhæfingar- og stöðugleikaþjálfun.

Komin inn hjá topp íþróttunum

FLEXVIT æfingateygjurnar eru notaðar um allan heim hjá íþróttaliðum í fremstu röðum sem sýnir að hugmyndin náði settum markmiðum.  Topp lið eins og Arsenal London og Atletico Madrid nota FLEXVIT æfingateygjurnar í dag ásamt Lionel Messi, einn fremsti fótboltamaður heims.  Heimsmeistarar og verðlaunahafar úr öðrum íþróttagreinum treysta á FLEXVIT æfingateygjurnar í keppnisundirbúningi sínum.  Sérhver þjálfari getur nýtt sér FLEXVIT æfingateygjurnar á fjölbreyttan hátt í einstaklingsmiðaðri og sértækri snerpu-, liðleika- og styrktarþjálfun.

Hin einstöku FLEXVIT gæði

Hið einstaka efni í FLEXVIT æfingateygjunum er ekki aðeins gott fyrir húðina, heldur einnig ótrúlega sterkt og endingargott þökk sé einkaleyfi FLEXVIT á framleiðslutækninni.

Með FLEXVIT æfingateygjunum heyrir óþægilegt tog á húðina sögunni til.  Með því að það sé hægt að þvo æfingateygjurnar setur FLEXVIT nýja staðla hvað varðar hreinlæti og ofnæmisáhættu.

Það undirstrikar gæði FLEXVIT varanna að þær séu þróaðar og framleiddar í Þýskalandi.

Shopping Cart
Scroll to Top